Misnotkun á kirkjum

Ekki líst mér á þegar veraldlegt tóngarg er farið að hljóma í kirkjunum okkar. Þeim stöðum sem ætlaðir eru til íhugunar og guðlegra þenkinga.
mbl.is Björk með tónleika í Langholtskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður er nú sjaldnast nær drottni en akkurat í gegnum góða tónlist! Þegar fólk fyllist lotningu í kirkjum, sem eru í flestum tilfellum gullfallegar byggingar er svo sannarlega Guð í allra hjörtum.

Shuga (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 17:53

2 identicon

Óttalega ert þú þunglyndur félagi. Þú gerir þér grein fyrir því að þú þarft ekkert að mæta á þessa tónleika eða vera nógu nærri til að heyra útundan þér. Kirkjur eru ekki alveg þetta heilagar. Margir iðka jafnvel sýna trú mikið til á sínum heimilum.

Björn (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 18:19

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Einhvern veginn finnst mér stundum sem menn sem beri trúna utan á sér, séu hræsnarar.

 Það fylgir þeim mönnum sem ég hef borið hvað mesta virðingu fyrir ákveðið æðruleysi. Enginn þeirra sé ég fyrir mér kynna sig:

,,Maður með mjög sterkar taugar til Þjóðkirkjunnar og trúmála almennt. Amen". Því síður skrifa svona blogg.
Þórður, það vantar kærleikann í þetta hjá þér, þú átt alltaf möguleika á að eyða þessu bloggi þínu.
 

Sigurður Þorsteinsson, 22.8.2008 kl. 18:53

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þarf maður að fara inn í einhver spes hús til að ná sambandi við Guð? Eru kirkjur ekkert annað en símaklefar?

Villi Asgeirsson, 22.8.2008 kl. 20:17

5 Smámynd: Þórður Þórðarson

Ég vil þakka öllum innlitið og góð orð í minn garð.

Þórður Þórðarson, 22.8.2008 kl. 21:07

6 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Ég ber líka sterkar taugar til þjóðkirkjunnar. Ekki sé ég neitt nema jákvætt við þetta. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að það þurfi að vanda valið þegar kirkjur eru notaðar á þennan hátt. Það þarf að bera virðingu fyrir kirkjum og eðli þeirrar starfsemi sem þar fram og hafa slíkt í huga þegar kirkjur eru leigðar út í þessum tilgangi. Ekki efast ég eina skúndu um að slíkt hafi verið gert í þessu tilfelli.

Grétar Einarsson

PS: Alveg frábært innlegg hjá Villa Ásgeirssyni

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 22.8.2008 kl. 22:27

7 identicon

Hræsni!

Orri Viggósson (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband